Lappa þarf upp á „Frímerkið“ á Vopnafirði

Æfingasvæði íþróttafélagsins Einherja á Vopnafirði er svo illa farið að þar er varla hægt að vera með æfingar lengur að mati ungmennaráðs sveitarfélagsins.

Velflest ráð Vopnafjarðarhrepps hafa upp á síðkastið lagt fram tillögur sínar til sveitarstjórnar að betra samfélagi með óskum og tillögum vegna næstu fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.

Ungmennaráðið, sem eðli máls samkvæmt fjallar sérstaklega um málefni tengdum unga fólkinu á staðnum, þar enginn eftirbátur.

Ráðið vill gjarnan sjá framfarir á ýmsum sviðum eins og að færa nýjan körfuboltavöll framar í áfanga, setja upp hreystivöll og annaðhvort láta lagfæra eða beinlínis kaupa nýjan hoppubelg.

Einna mikilvægast telur ungmennaráðið þó að farið verði í lagfæringar á Frímerkinu svokallaða en það kallast æfingasvæði íþróttafélagsins Einherja meðal heimamanna. Það svæði var upprunalega aldrei hannað sem æfingasvæði en allt undirlagið er nánast eingöngu mold sem veldur því að svæðið verður reglulega mjög óslétt og „auðvelt að misstíga sig þar“ við æfingar að því er fram kemur í bókun ráðsins.

Keppnisvöllur Einherja með miklum ágætum en æfingasvæðið þar við hlið þarfnast endurbóta enda auðvelt að slasa sig á þeim stað. Mynd Einherji

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.