Laxeldi Kaldvíkur hlýtur virta umhverfisvottun

Fiskeldisfyrirtækið Kaldvík, áður Ice Fish Farm, hlaut í liðnum mánuði svokallaða ASC-umhverfisvottun fyrir allar sínar eldisstöðvar á Austurlandi. Sú vottun er til marks um sjálfbærni, ábyrgð og gæði í framleiðslu fyrirtækisins.

Vottun þessi er almennt talin með þeim kröfuharðari í sjávarútvegi en ASC stendur fyrir Aquaculture Stewardship Council. Alþjóða náttúruverndarsjóðurinn (World Wildlife Fund) mælir sérstaklega með ASC vottun enda séu kröfur og staðlar ASC þeir hörðustu í eldisfiskgeiranum. Vottunin tekur til sjálfbærra og öruggra starfshátta, dýravelferðar og verndunar vistkerfa í og við eldisstöðvar.

„Forsenda þess að við getum stundað þessa starfsemi á Austfjörðum er að við gerum það í sátt við náttúruna,“ sagði Roy-Tore Rikardsen, forstjóri Kaldvíkur af þessu tilefni.

Okkur er mikið í mun að lágmarka allt rask á nærumhverfinu og starfsfólk hefur alltaf lagt sig allt fram til að tryggja það. Að fá þessa vottun er því til marks um þrotlausa vinnu okkar fólks og framleiðslu sem er í sátt við náttúruna.“

Vottanir sem þessar skipta sífellt meira máli við markaðssetningu matvæla á heimsvísu enda æ fleiri heildsöluaðilar og verslunarkeðjur sem kaupa engar vörur nema þær séu vottaðar af viðurkenndum aðilum. Framkvæmdastjóri sölumála Kaldvíkur, Guðmundur Gíslason, kom inn á þá staðreynd.

Aðstæðurnar hérna hjá Kaldvík eru alveg hreint magnaðar og við stöndum framarlega þegar kemur að öllum öryggis- og umhverfisstöðlum. Eftirspurnin eftir Kaldvíkurlaxi eykst sífellt og því er þessi vottun liður í því að markaðssetja vöruna í hæsta gæðaflokki.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.