Leit hætt í dag vegna veðurs

Leit að skipverja, sem talinn er hafa fallið útbyrðis af fiskiskipi sem kom inn til Vopnafjarðar á mánudagsmorgun, hefur verið hætt í dag. Veður hefur versnað seinni partinn á Vopnafirði.

Samkvæmt tilkynningu lögreglu er þar kominn talsverður sjógangur vegna vinds.

Fimm leitarhópar hafa leitað í dag, bæði á sjó og landi. Gengnar hafa verið fjörur frá Tangasporði að Sandvík auk þess sem leitað hefur verið í sandfjörum í Sandvík.

Leit morgundagsins verður skipulögð í fyrramálið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.