Leitað að rjúpnaskyttu á Héraði

Björgunarsveitir allt frá Eyjafirði suður í Öræfasveit hafa verið kallaðar út til leitar að rjúpnaskyttu á Héraði. Þyrla Landhelgisgæslunnar er farinn af stað með sporhunda á leitarsvæðið.


Björgunarsveitir voru kallaðar út rétt fyrir klukkan átta í kvöld og fyrstu leitarmenn voru komnir af stað skömmu síðar. Óskað var eftir leit þegar skyttan skilaði sér ekki til byggða fyrir myrkur.

Maðurinn fór upp frá sumarhúsabyggðinni á Einarsstöðum. Leitarsvæðið er töluvert snúið yfirferðar og allnokkurt skóglendi.

Uppfært 00:30

Þyrlan er lent á Egilsstöðum og leit heldur áfram inn í nóttina. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að fá ferska fætur í fyrramálið verði maðurinn ekki fundinn þá.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.