Lögreglan ánægð eftir verslunarmannahelgina

logreglumerki.jpg

Forsvarsmenn lögreglunnar á Austurlandi eru ánægðir með hegðun þeirra sem voru á ferð í fjórðungnum um helgina. 

Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum segir ekki mikið hafa verið að gera og umferð gengið vel. „Allt í kringum landsmót UMFÍ var til sóma,“ segir Óskar en áætlað er að um tíu þúsund manns hafi sótt mótið á Egilsstöðum.

Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, var sömuleiðis ánægður en hátíðin Neistaflug var haldin í Neskaupstað. Tvisvar þurfti reyndar að greiða fyrir umferð í Oddsskarðsgöngum. Engin umferðarslys urðu og engar líkamsárásir voru tilkynnar til lögreglunnar. Einn var tekinn fyrir ölvun við akstur, 32 fyrir of hraðan akstur og eitt vinnuslys varð í umræminu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.