Lögreglan skoðar líkamsárás á Fellablóti

logreglumerki.jpg
Lögreglan hefur til skoðunar meinta líkamsárás á þorrablóti Fellamanna fyrir tíu dögum síðan. Fórnarlambið nefbrotnaði, fótbrotnaði og slasaðist í andliti.

Tveimur karlmönnum lenti saman inni á klósetti eftir borðhaldið. Átökum þeirra þar virtist lokið þegar árásarmaðurinn í málinu, sem er á þrítugsaldri, hrinti þeim eldri, sem er á fimmtugsaldri, af krafti niður stiga. Hann lét ekki þar við sitja heldur fylgdi á eftir með höggum.

Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar í dag að málið væri til skoðunar en engar frekari upplýsingar yrðu veittar að svo stöddu.
 
Þorrablót í fjórðungnum, þar með talið þorrablót Fellamanna, munu að öðru leyti hafa farið einkar friðsamlega og vel fram. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar