Lögreglan: Um 300 manns blésu á Borgarfirði

loggutekk_eidar_web.jpg
Tæplega 300 manns blésu í öndunarmæla lögreglunnar áður en þeir keyrðu af stað frá Borgarfirði eystri í gærmorgun að lokinni tónlistarhátíðinni Bræðslunni. Eftir að nokkrir ökumenn höfðu verið stöðvaðir á Héraði ákvað lögreglan að kanna þá alla. Það olli talsverðum töfum á umferð.
 
„Það sem ég tel að skipti mestu máli er að einn ökumaður var stöðvaður og er hann grunaður um ölvunar- og fíkniefnaakstur. Einnig voru 5 aðrir ökumenn stöðvaðir af við akstur og þeim gert að hætta akstri en eru ekki grunaðir um ölvunarakstur,“ segir Hjalti Bergmar Axelsson, yfirlögregluþjónnn á Egilsstöðum.

Hann segir að frá klukkan hálf eitt í gær hafi öllum ökumönnum boðist að blása í öndunarmæla við útkeyrsluna af tjaldsvæðinu á Borgarfirði. Það hafi 250-300 ökumenn nýtt sér. Agl.is ræddi samt við ökumenn í gær sem leituðu að lögreglunni en fundu ekki. Einhverjir þeirra lögðu af stað fyrir hádegið, þó ekki allir.

Hjalti segir að auki hafi verið sérstakt eftirlit með hrað- og ölvunarakstri á Borgarfjarðarvegi fram eftir degi. „Það var mat lögreglumannsins sem um það sá að þegar hann hafði stöðvað nokkra ökumenn og einhverjir höfðu blásið yfir mörkum og akstur þeirra stöðvaður að stöðva þá alla sem á eftir komu uns flestir voru farnir frá Borgarfirði.“

Talsverðar tafir urðu á umferð um veginn við Eiða vegna þessa og lentu fleiri vegfarendur en bara þeir sem komu frá Borgarfirði í umferðarteppunni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni gekk Bræðsluhelgin vel. Einhverjir pústrar voru en engar kærur hafa verið lagðar fram vegna líkamsárása.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.