Línubátar frá Fáskrúðsfirði gera það gott

Línubátar frá Fáskrúðsfirði gera það gott þessa dagana. Afli Sandfells og Hafrafells nam samtals rúmum 380 tonnum í október og eru bátarnir í 1. og 2. sæti yfir aflahæstu línubáta landsins í þeim mánuði.

Afli Sandfells var mjög góður í október eða 213 tonn og Hafrafellið kom með 167,5 tonn að landi.

Eins og við sögðum frá hér á Austurfrétt hefur afli Sandfells þar sem af er ári verið með eindæmum eða 2.000 tonn og fékk áhöfnin köku frá Loðnuvinnslunni sökum þessa.

Hafrafellið er ekki langt undan í aflabrögðum en áhöfnin þar um borð hefur landað 1.600 tonnum það sem af er ári og er verðmæti aflans 400 milljónir kr. Áhöfnin hefur því líka fengið köku.

Í umfjöllun á heimasíðu Loðnuvinnslunnar er haft eftir Andrés Péturssyni skipstjóra á Hafrafellinu að þessi góði árangur væri að þakka afbragðs áhöfn og að útgerðin væri flott eins og hann orðar það. „Maður gerir ekkert einn,“ segir Andrés.

Ennfremur kemur fram í máli skipstjórans að kakan hafi verið góð...“svo er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir vel unnið starf,“ segir Andrés.

Mynd: Loðnuvinnslan.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.