Lionsklúbburinn Múli gefur nætursjónauka

Lionsklúbburinn Múli á Fljótsdalshéraði hefur gefið Björgunarsveitinni Hérað fullkominn nætursjónauka.  Þetta er í raun sami búnaður og Landhelgisgæslan og Ríkislögreglustjóri nota.

naetursjonauki.jpg.ruv.jpgGjöfin var formlega afhent á seinasta fundi klúbbsins á starfsárinu á Hótel Héraði en sjónaukinn var kominn í hendur Björgunarsveitarinnar Héraðs nokkru áður. Á fundinum tóku Baldur Pálsson og Sólveig Dögg Guðmundsdóttir við skjali undirrituðu af félögum klúbbsins sem staðfesti gjöfina formlega.

Sjónaukinn er mun tæknilegri en þeir nætursjónaukar sem sveitin hefur átt hingað til. Þeir hafa aðeins magnað upp þá skímu sem fyrir er en þessi gengur fyrir rafmagni og notar innrautt ljós.

Fram kemur á vef Ruv hjá Kjartani Benediktssyni, formanni Björgunarsveitarinnar Héraðs, að þetta sé í raun sami búnaður og Ríkislögreglustjóri og Landhelgisgæslan hafi keypt. Kíkirinn eigi eftir að nýtast vel við leit að fólki. Gjarnan sé leitað úr lofti og þar nýtist kíkirinn ekki hvað síst. Þá lendi menn oft í því á haustin að bjarga fé af fjalli og þá hafi þurft að klifra eftir kindum eftir að skyggja tekur. Kíkinum fylgir einskonar hjálmur svo hægt er að ganga með kíkinn eins og gleraugu. Kjartan segir að þetta sé afar viðkvæmur búnaður og þoli ekki sólarljós.

Lionsklúbburinn Múli sem gaf kíkinn aflar fjár með hefðbundnum fjáröflunum sínum.  Meðal annars með sölu á ljósaperum, auglýsingum í dagatal og með rekstri útfararbíls.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar