Ljósastýring á Lagarfljótsbrú
Umferð um brúna yfir Lagarfljót milli Egilsstaða og Fellabæjar verður næstu mánuði stýrt með ljósum á meðan gert verður við brúna.Í tilkynningu Vegagerðarinnar kemur fram að til standi að skipta út slitgólfi og neðra hólfi eftir þörfum. Brúin verður einbreið á þeim kafla sem unnið er í og umferðinni því stýrt með ljósum.
Áætlað er að skipta um 20-50 metra af gólfinu í einu og þannig verði farið eftir brúnni sem er 300 metra löng.
Verktíminn er háður veðurfarið og getur dregist fram á mitt sumar. Hugsanlegt er að verkið stöðvist yfir mestu vetrarmánuðina og verður brúin þá tvíbreið á meðan.
Vegagerðin biður vegfarendur um að sýna tillitsemi og taka tillit til aðstæðna.