Ljúka ljósleiðaravæðingu Fjarðabyggðar allrar fyrir 2027
Sveitarfélagið Fjarðabyggð ætlar að hraða uppbyggingu á ljósleiðarakerfi í sveitarfélaginu öllu eftir að sérstakur styrkur fékkst frá Fjarskiptasjóði fyrir skömmu. Allt sveitarfélagið ætti að hafa aðgang að slíku kerfi í árslok 2026.
Frá þessu er greint á vef Fjarðabyggðar en verkið verður unnið í samvinnu við fjarskiptafyrirtækið Mílu sem hefur þegar reynslu af slíkum verkum í sveitarfélaginu enda búið að leggja ljósleiðara að hluta til í Neskaupstað, Fáskúðsfirði og Eskifirði nú þegar auk þess sem Mjóifjörður fékk ljósleiðarasamband 2019 og mestallt dreifbýlið er þegar tengt.
Áfangaskipta á þessum lokahnykk ljósleiðaravæðingar en Rafey, fyrir hönd Mílu, hefur þegar hafist handa á Fáskrúðsfirði og jafnframt eru starfsmenn að heimsækja íbúa á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík um þessar mundir til meta hentugar lagnaleiðir með sem minnstu raski. Á næsta ári á að ljúka alfarið að tengja ofangreind þrjú þéttbýli og Neskaupstað allan að auki. Síðustu staðirnir, Reyðarfjörður og Eskifjörður verða svo fulltengdir fyrir árslok 2026 gangi áætlanir eftir.
Allt þéttbýli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar ætti að vera tengt öflugu ljósleiðara að tveimur árum liðnum og eru síðustu púslin í ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins.