Öll prestaköllin á Héraði sameinuð í eitt

egilsstadakirkja.jpgÖll prestaköllin á Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði verða á næstunni sameinuð um eitt. Búast má við breytingum á staðsetningum presta. Eiða- og Vallanesprestakall sameinast strax.

 

Þetta var samþykkt á kirkjuþingi sem lauk á föstudag. Sameinuð verða Eiða-, Vallanes-, Seyðisfjarðar- og Vallanesprestakall í eitt prestakall, Egilsstaðaprestakall. Því verði þjónað af sóknarpresti og tveimur prestum.

Sóknarprestur Vallanesprestakalls hætti um síðustu áramót og því tekur sameining Eiða- og Vallanesprestakalla gildi strax 30. nóvember. Sameiningin tekur að fullu gildi við starfslok núverandi sóknarpresta á Seyðisfirði og Valþjófsstað.

Gert er ráð fyrir að prestur búi áfram á Seyðisfirði. Í ályktun biskupafundar er lagt til að prestarnir verði á Egilsstöðum, Seyðisfirð og Valþjófsstað en óvíst er um framtíð síðasttalda prestsetursins þegar núverandi sóknarprestur hættir.

Tillagan nú var lögð fram af biskupi Íslands en tillagan var áður til umræðu á Kirkjuþingi í fyrra. Rökin fyrir breytingunni eru breytingar á: „íbúafjölda, samöngum og samfélagsgerð, sem og nauðsyn á hagræðingu vegna þrengri fjárhags þjóðkirkjunnar.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar