Skip to main content

Líneik Anna gefur kost á sér í annað sætið hjá Framsókn

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. nóv 2012 11:31Uppfært 08. jan 2016 19:23

lineik_anna_saevarsdottir.jpg
Líneik Anna Sævarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Fáskrúðsfirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.

Þetta tilkynnti Líneik á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins sem fram fór á Mývatni um síðustu helgi. Hún er stjórnarformaður Náttúrustofu Austurlands og sat um tíma í sveitastjórnum Austurbyggðar og Búðahrepps.

Ljóst er að baráttan um efstu sætin hjá Framsóknarflokknum verða hörð. Formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þingmaðurinn Höskuldur Þórhallsson berjast hatrammlega um efsta sætið.

Í annað sætið hafa einnig boðið sig fram Huld Aðalbjarnardóttir á Húsavík og Akureyringarnir Sigfús Karlsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.