Löng ferð heim af SamAust

oddsskard_skidi.jpg
Ekki komust allir heim strax sem fóru á SamAust, stórviðburð austfirsku félagsmiðstöðvanna, sem haldinn var í Valaskjálf á Egilsstöðum í gærkvöldi. Norðfirðingar gistu á Reyðarfirði í nótt og Hornfirðingar eru enn á heimleið.

Á fjórða hundrað ungmenna söfnuðust saman á Egilsstöðum í gær en þar var keppt í hárgreiðslu og förðun og söng auk þess sem stórdansleik var slegið upp af keppnunum loknum.

Því miður gekk í leiðindafærð og tafði það heimferð sumra verulega. Þátttakendur úr Fjarðabyggð fóru heim klukkustund fyrr en áætlað var en það dugði þó ekki til. Hópurinn úr Neskaupstað gisti í Grunnskóla Reyðarfjarðar í nótt.

Hornfirðingar eru nú á heimleið í hvassviðri og hálku. Hópurinn gisti í félagsmiðstöðinni Ný-ung á Egilsstöðum í nótt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar