Lögregla segir útihátíðir sumarsins hafa gengið vel

Lögreglan á Austurlandi hefur lítil afskipti þurft að hafa af gestum þeirra hátíða sem haldnar hafa verið í fjórðungnum í sumar. Sú síðasta, Útsæðið á Eskifirði, var haldin um síðustu helgi.

Auk Útsæðisins eru að baki eru hátíðir á borð við Neistaflug, Bræðsluna, Franska daga og Vopnaskak sem voru almennt ágætlega sóttar.

Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir að Útsæðið sem aðrar hátíðir hafi gengið afskaplega vel fyrir sig. Rólegt var því hjá löreglunni um liðna helgi.

„Ég held að lögreglan og við öll getum verið ánægð með hvernig þetta hefur gengið fyrir sig. Því er full ástæða til að þakka skipuleggjendum fyrir gott utanumhald og gestum fyrir prúða framkomu,“ segir Kristján Ólafur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar