Lögreglan viðbúin mestu umferðarhelgi ársins
Lögreglan á Austurlandi verður vel sýnileg á vegum í umdæminu á þessari mestu ferðahelgi ársins. Umferðin verður einkum mikil ef veðrið verður gott.„Við verðum mikið á vegunum, það verður helsta verkefni helgarinnar,“ segir Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður.
Neistaflug í Neskaupstað er stærsta hátíðin í fjórðungnum en ekki er verulegur viðbúnaður vegna hennar.
Vikan hefur verið róleg í umdæminu. Morgunblaðið greinir þó frá því að í byrjun vikunnar hafi skipstjóri færeysks skips verið yfirheyrður á Vopnafirði vegna gruns um brottkast sem myndað í eftirlitsflugi flygildis sem staðsett hefur verið á Egilsstöðum.
Þá fór Bræðslan vel fram um síðustu helgi, eins og verið hefur síðustu ár. Þar voru fáein smávægileg óhöpp.