Logi Geirsson með fyrirlestra um geðheilbrigðismál í Neskaupstað

Handboltakappinn Logi Geirsson verður með fyrirlestur um geðheilbrigði ungmenna í Nesskóla næstkomandi föstudag og laugardag, en það er hluti af geðræktardögum VA.



Miðvikudag, fimmtudag og föstudag verða geðræktardagar í VA og þá daga fellur öll hefðbundin kennsla falla niður og boðið verður upp á ýmiskonar vinnustofur sem tengjast á einn eða annan hátt geðrækt. Verkmenntaskóli Austurlands er þátttakandi í verkefninu „Heilsueflandi framhaldsskóli“ sem hefur það að markmiði að stuðla að almennri heilsu nemenda og starfsmanna.

Geðræktardagarnir enda á fyrirlestri og pizzuveislu seinnipart föstudagsins þar sem Logi mun halda fyrirlestur fyrir nemendur og í samstarfi við við félagsmiðstöðvar Fjarðabyggðar verður öllum 10. bekkingum sveitarfélagsins einnig boðið að koma.

Laugardaginn 12. mars mun Logi síðan ásamt fleirum koma fram á geðræktarmálþingi VA og Fjarðabyggðar sem ber nafnið „Hvað segirðu gott?“ og haldið verður í sal Nesskóla milli klukkan 11 – 14. Aðgangur er ókeypis og er málþingið opið öllum sem hafa áhuga.

Dagskrá geðræktardaganna er umfangsmikil og glæsileg og hana má í heild sinni sjá hér.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar