Lundúnafluginu hætt: Kannski vorum við aðeins of snemma á ferðinni

Breska ferðaskrifstofan Discover the World ætlar ekki að halda áfram beinu flugi milli Lundúna og Egilsstaða sem komið var á fyrir síðasta sumar. Samkeppni við flugfélög í gegnum Keflavík er erfið.


„Kannski vorum við bara aðeins of snemma á ferðinni,“ er haft eftir Clive Stacey, eiganda og forstjóra ferðaskrifstofunnar á vefnum Túrista.

Hann segir að salan bæði á Íslandi og Bretlandi hafi verið mun minni en vonir stóðu til og sætanýtingin ekki næg til að standa undir kostnaði þótt farþegar hafi verið ánægðir.

Aukin tíðni flugferða frá Bretlandi til Keflavíkur á næsta ári á góðum kjörum og sterkari króna samanborið við sterkara pund flæki málin.

Hann segist hins vegar enn hafa trú á Austurlandi en ætlar að flytja farþegar hingað með Icelandair og Wow í gegnum Keflavík. Beina flugið geti komið síðar. Hann segist enn fremur þakka samstarfsaðilum eystra fyrir samstarfið.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.