Lýðræðisflokkurinn opinberar lista sinn í Norðausturkjördæmi
Hinn nýstofnaði Lýðræðisflokkur undir forystu Arnar Þórs Jónssonar lögmanns og fyrrverandi forsetaframbjóðenda hefur kynnt fullskipaða lista sína í öllum kjördæmum landsins fyrir þingkosningar þann 30. þessa mánaðar. Listabókstafur Lýðræðisflokksins er L.
Að því er fram kemur í stefnuyfirlýsingu flokksins skal hann standa vörð um hagsmuni almennings gagnvart valdakerfi sem farið er að þjóna sjálfu sér. Óábyrg framganga atvinnustjórnmálamanna kallar á að fólkið í landinu láti sjálft til sín taka á vettvangi landsmála með því að standa vörð um frelsi, sjálfstæði, fullveldi og menningararfleifð með áherslu á beint lýðræði, valddreifingu, réttarríki, mannréttindi, löggæslu og örugg landamæri.
Framboðslisti flokksins í Norðausturkjördæmi:
- 1. Gunnar Viðar Þórarinsson – athafnamaður
- 2. Helga Dögg Sverrisdóttir – kennari og sjúkraliði
- 3. Kristína Ösp Steinke – kennari
- 4. Kristinn Hrannar Hjaltason – sjómaður
- 5. Elsabet Sigurðardóttir – ritari
- 6. Pálmi Einarsson – hönnuður
- 7. Bergvin Bessason – blikksmiður
- 8. Sigríður Ásný Ketilsdóttir - seiðkona
- 9. Rúnar Bjarni Bjarnason – verktaki
- 10. Jóhanna Ýr Stefánsdóttir – húsmóðir