Lýsa yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu

Veðurstofan hefur lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum. Athyglin beinist að Seyðisfirði eftir mikla úrkomu í nótt.

Samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar var úrkoman á Seyðisfirði klukkan níu í morgun komin í yfir 40 mm frá miðnætti.

Þar hefur snjóað í fjöll en blotað í byggt. Hvöss austnorðaustan átt hefur verið ríkjandi á fjöllum síðan í gærkvöldi.

Draga á úr úrkomu þegar líður á daginn og vind að lægja þegar hann snýst til norðurs. Náið verður fylgst með aðstæðum og þróun í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar