Maðurinn við Hengifoss heill á húfi

Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum var kölluð út á fimmta tímanum í dag þar sem maður var í sjálfheldu við Hengifoss. Fyrst um sinn var lítið vitað um björgunaraðgerðina eða hvar maðurinn væri nákvæmlega í gljúfrinu.

 

Fram kom í fréttatilkynningu um málið að kona mannsins hafi haft samband við neyðarlínuna.

 

Björgunarsveitarmenn fóru á fjórhjólum að gilinu og gengu þaðan upp. 

 

Björgunaraðgerðir gengu vel og lauk þeim formlega rétt fyrir hálf sjö þegar björgunarsveitarmenn komu manninum á útsýnispallinn þar sem hann og kona hans féllust í faðma.

 

„Verkefnið gekk greiðlega þrátt fyrir erfiðar aðstæður á staðnum enda um bratt klettableti að ræða,“ segir í fréttatilkynningu frá Landbjörg.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar