Magnea Bára nýr forstöðumaður Héraðsskjalasafnsins

magnea_bara_stefansdottir.jpg
Stjórn Héraðsskjalasafns Austurlands hefur samþykkt að ráða Magneu Báru Stefánsdóttur sem næsta forstöðumann safnsins. Hún er fyrsta konan til að gegna starfinu. Níu einstaklingar sóttu um starfið.

Magnea Bára er bókasafns- og upplýsingarfræðingur að mennt og að auki með kennsluréttindi. Hún hefur verið forstöðumaður bókasafns Borgarholtsskóla og er vefstjóri skólans. Hún er fyrsta konan til að verða forstöðumaður safnsins sem stofnað var árið 1976.

Í frétt á vef safnsins segir að ekki sé frágengið hvenær hún komi til starfa en fráfarandi forstöðumaður, Hrafnkell F. Lárusson, gegni starfinu þangað til. 

Níu sóttu um stöðuna sem auglýst var skömmu fyrir jól. Þau voru: Berghildur Fanney Hauksdóttir, Guðbjörg Björnsdóttir, Guðrún Lilja Magnúsdóttir, Hulda Sigurdís Þráinsdóttir, Jenný Margrét Henriksen, Magnea Bára Stefánsdóttir, Sigurður Ingólfsson, Torfi K. Stefánsson Hjaltalín og Þórður Mar Þorsteinsson. Af þeim voru Hulda Sigurdís, Berghildur Fanney og Magnea Bára síðan boðaðar í viðtal.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.