Magnús Þór: Alcoa leggur áherslu á að ný Norðfjarðargöng komi sem fyrst
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 26. ágú 2012 21:26 • Uppfært 08. jan 2016 19:23
Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, segir fyrirtækið taka virkan þátt í íslenskri samfélagsumræðu, sérstaklega þegar um er að ræða austfirsk hagsmunamál. Samgöngu- og heilbrigðismál hafa þar farið hæst.
„Við leggjum mikla áherslu á að Norðfjarðargöng verði sem fyrst að veruleika og höfum tekið þátt í að vinnu við að þrýsta á stjórnvöld um gerð þeirra. Norðfjarðargöng eru risastórt öryggismál fyrir íbúa og vegfarendur svæðisins,“ er haft eftir Magnúsi í afmælisriti Fjarðaálsfrétta.
Talsmenn fyrirtækisins voru einnig í fréttum þegar skorið var niður á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. „Þegar jafn stóru fyrirtæki og Fjarðaáli er valinn staður fylgir því skuldbinding af hálfu sveitarfélagsins og hins opinbera um uppbyggingu á innviðum samfélagsins.“