Magnús Þór: Alcoa leggur áherslu á að ný Norðfjarðargöng komi sem fyrst

magnus_thor_asmundsson_alcoa.jpg

Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, segir fyrirtækið taka virkan þátt í íslenskri samfélagsumræðu, sérstaklega þegar um er að ræða austfirsk hagsmunamál. Samgöngu- og heilbrigðismál hafa þar farið hæst.

 

„Við leggjum mikla áherslu á að Norðfjarðargöng verði sem fyrst að veruleika og höfum tekið þátt í að vinnu við að þrýsta á stjórnvöld um gerð þeirra. Norðfjarðargöng eru risastórt öryggismál fyrir íbúa og vegfarendur svæðisins,“ er haft eftir Magnúsi í afmælisriti Fjarðaálsfrétta.

Talsmenn fyrirtækisins voru einnig í fréttum þegar skorið var niður á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. „Þegar jafn stóru fyrirtæki og Fjarðaáli er valinn staður fylgir því skuldbinding af hálfu sveitarfélagsins og hins opinbera um uppbyggingu á innviðum samfélagsins.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.