Mannfjöldi á Austurlandi stöðugur milli ára
Mannfjöldi á svæðinu frá Vopnafjarðarhreppi til Djúpavogshrepps helst stöðugur á milli ára. Tæplega þrjátíu einstaklingar bætast við. Konum fjölgar en körlum fækkar.
Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar fyrir mannfjölda eftir sveitarfélögum miðað við 1. desember. Þann 1. desember síðastliðinn voru Austfirðingar 2018 en þeir voru 2190 ári fyrr. Konum fjölgar um 42 en körlum fækkar um tólf.
Mestar eru breytingarnar hlutfallslega í Breiðdalshreppi þar sem fækkar um 8%. Mest er fjölgunin í Djúpavogshreppi þar sem fjölgar um 3%. Mannfjöldi í Fljótsdalshreppi helst alveg óbreyttur.
Sveitarfélag | 2010 |
2011 |
Breyting |
% |
Vopnafjarðarhreppur | 670 |
675 |
+5 |
0,7% |
Borgarfjarðarhreppur |
140 |
131 |
-9 |
-6,9% |
Seyðisfjarðarkaupstaður |
669 |
676 |
+7 |
1% |
Fjarðabyggð |
4573 | 4601 |
+28 |
0,6% |
Fljótsdalshérað |
3406 | 3404 | -2 |
0% |
Fljótsdalshreppur |
79 |
79 |
0 |
0% |
Breiðdalshreppur |
205 |
189 |
-16 |
-8,5% |
Djúpavogshreppur |
448 |
463 |
+15 |
3,2% |
Alls |
10190 |
10218 |
+28 |
0% |