Mannhæðarháir hnullungar á veginum um Vattarnesskriður - Myndir

Risastórir grjóthnullungar virðast hafa fallið á veginn um Vattarnesskriður um helgina. Vegfarandi segir þá stærstu allt að mannhæðarhá.

„Það er erfitt að áætla rúmmálið á þeim en þeir eru sumir mannhæðarháir“ segir Páll Leifsson frá Eskifirði sem leið átti um skriðurnar í gær.

Páll var að horfa eftir fuglalífinu og ætlaði að aka milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar um skriðurnar en varð frá að hverfa.

Hann segir grjótið vera á um 500 metra kafla. Sumt grjótið staðnæmdist á veginum, annað í öðrum hvorum vegarkantinum og enn annað hafði farið yfir veginn og endað niður í sjó. Einn stóru steinanna hafði klofnað í tvennt þegar hann lenti í neðri vegkantinum.

Páll segist nokkuð viss um að steinarnir hafi fallið á veginn um helgina en víða féllu litlar skriður í leysingum og rigningum.

Þær upplýsingar fengust hjá Vegagerðinni í dag að ekki væri vetrarþjónusta á veginum og hann því merktur ófær. Ekki væri á vegum Vegagerðarinnar búið að skoða aðstæður á svæðinu.

Myndir: Páll Leifsson

20190224 113750 Web
20190224 113756 Web
20190224 113957 Web
20190224 115634 Web
20190224 115706 Web
20190224 115807 Web
20190224 115918 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.