Margrét María skipuð lögreglustjóri á Austurlandi
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Margréti Maríu Sigurðardóttur í embætti lögreglustjórans á Austurlandi frá 1. apríl næstkomandi. Hún var meðal þriggja sem mestin voru hæfust til að gegna starfinu.Margrét María lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1990, hlaut héraðsdómslögmannsréttindi árið 1996 og lauk námi til kennsluréttinda frá Háskólanum á Akureyri árið 2010. Hún hefur einnig stundað ýmis konar styttra nám og sótt námskeið sem varða m.a. stjórnun, sáttamiðlun og réttindi barna.
Margrét María gegndi embætti umboðsmanns barna árin 2007 – 2017 og var framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu árin 2003 – 2007. Á árunum 1997 – 2003 starfaði hún við lögmennsku en sat sumarlangt sem sýslumaður og lögreglustjóri á ísafirði árið 2000. Hún hefur einnig starfað sem atvinnuráðgjafi og sem sýslumannsfulltrúi hjá fjórum sýslumannsembættum.
Frá árinu 2017 hefur hún verið forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
Sex umsóknir bárust um starfið og fór hæfnisnefnd yfir umsóknirnar. Margrét María var metin hæfust til að gegna starfinu auk þeirra Helga Jenssonar og Gísla Auðbergssonar.
Inger L. Jónsdóttir lét af starfi sem lögreglustjóri um síðustu mánaðarmót. Síðan hefur Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmanneyjum, gegnt starfinu samhliða öðrum embættisstörfum.
Uppfært 28.3: Í upphaflegri tilkynningu ráðuneytisins og þar með frétt Austurfréttar sagði að Margrét María hefði ein verið metin hæfust.