María Hjálmarsdóttir: Tekur tíma að byggja upp millilandaflug

Verkefnastjóri hjá Austurbrú segir það vonbrigði að aðeins verði floginn hluti þeirra ferða sem til stóð að fara á milli Lundúna og Egilsstaða á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Discover the World í sumar. Austurland sé áfangastaður til framtíðar en tíma taki að markaðssetja svæðið.


„Þetta eru að sjálfsögðu vonbrigði fyrir svæðið en þetta eru þó fleiri flug en voru i fyrra. Við erum þó bjartsýn á framtíðina og þetta breytir ekki okkar trú á að það sé til heilla fyrir ferðaþjónustu i landinu verði að byggja a fleiri en einni gátt inn i landið og til þess er flugvöllurinn á Egilsstöðum frábær kostur,“ segir María Hjálmarsdóttir, verkefnisstjóri eflingu Egilsstaðaflugvallar hjá Austurbrú.

Til stóð að fljúga 36 ferðir milli Lundúna og Egilsstaða í sumar. Salan stóð ekki undir væntingum og í dag var tilkynna að aðeins yrðu farnar níu ferðir. Bókað er að þær verða farnar, hvernig sem selst.

„Það er dýrmætt að einhver ríði á vaðið með beint flug. Það er nauðsynleg þróun fyrir íslenska ferðaþjónustu og að loksins sé stuðningur i augsýn við þessi markmið,“ segir María.

Í lok sumars verður farið yfir stöðuna og hvernig til hafi tekist. Í samtali við Austurfrétt sagði eigandi Discover the World að lengri tíma taki að markaðssetja Austurland en ráð hafi verið fyrir gert þótt viðtökurnar hafi verið afar jákvæðar.

„Það tekur tíma að byggja upp áfangastað. Þeir blaðamenn sem hingað hafa komið hafa kolfallið fyrir svæðinu þannig Austurland er áfangastaður framtíðarinnar.“

Sala á Íslandsferðum hefur aukist verulega í Bretlandi en samkeppnin er hörð. Tíu flugleiðir eru til landsins frá ýmsum stöðum þarlendis svo ferðalangar velja margir fremur að fara frá sínum heimavelli frekar en ferðast fyrst til Lundúna áður en flogið sé til Íslands.

Sumarið 2016 verðir metár i ferðaþjónustu a Austurlandi og þrátt fyrir þessar breytingar þa megum við ekki gleyma að það verður beint flug inn a Egilsstaðafluvöll og vinnan heldur áfram.

„Ég hef fulla trú á millilandaflugi i framtíðinni þetta tekur tíma. Sumarið 2016 verður metár i ferðaþjónustu á Austurlandi og þrátt fyrir þessar breytingar þá megum við ekki gleyma að það verður beint flug inn a Egilsstaðaflugvöll og vinnan heldur áfram.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.