Megnið af togaraflotanum úti fyrir Austfjörðum

Rúnar L. Gunnarsson skipstjóri á Gullver NS telur að megnið af togaraflota landsins sé nú statt, á miðunum út af Austfjörðum.

Á vefsíðu Síldarvinnslunnar segir að ísfisktogarinn Gullver kom til heimahafnar á Seyðisfirði í morgun með rúmlega 120 tonn af góðum fiski eftir stutta veiðiferð.

Þar er rætt við Rúnar um hvernig veiðiferðin hafi gengið.„Það er ekki hægt að segja annað en að hún hafi gengið vel. Túrinn tók einungis rúma fjóra sólarhringa höfn í höfn.“ segir Rúnar. „Við byrjuðum á að reyna við ufsa og karfa í Berufjarðarál og Lónsdýpi en það gekk ekkert sérstaklega vel. Síðan snerum við okkur að þorskinum á Fætinum og í Hvalbakshallinu og þá fór að ganga betur og við fylltum skipið.“

Fram kemur í máli Rúnars að uppistaða aflans í veiðiferðinni er þorskur en einnig séu þeir með ufsa, ýsu og dálítinn karfa. „Það hefur verið mikil traffík á þessum miðum að undanförnu. Ég held að megnið af togaraflotanum sé þarna og þá fer án efa brátt að draga úr veiði,“ segir Rúnar.
 
Gert er ráð fyrir að Gullver haldi á ný til veiða í kvöld

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.