Meiri afgangur en reiknað var með á Seyðisfirði

Rúmlega 120 milljón króna hagnaður varð af rekstri Seyðisfjarðarkaupstaðar á síðasta ári. Það er talsvert betri niðurstaða en ráð var fyrir gert.

Þetta kemur fram í ársreikningi kaupstaðarins sem bæjarstjórn samþykkti í síðustu viku.

Rekstrartekjur námu 970 milljónum, þar af 740 í A-hluta sem í eru lögbundin verkefni fjármagnaðar með skatttekjum. Hagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármangsliði nam 204 milljónum, eftir 123 milljónum, þar af 51,7 milljón í A-hluta.

Gert var ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu úr A-hlutanum. Breytingin skýrist annars vegar af tekjum alls 70 milljónum yfir áætlun og gjöldum sem voru 30 milljónum lægri.

Veltufé frá rekstri var tæpar 210 milljónir og eigið fé samstæðunnar fór úr 160 milljónum í rúmlega 300.

Langtímaskuldir lækkuðu um rúmar 30 milljónir og en á sama tíma jukust skammtímaskuldir. Heildarskuldbindingar sveitarfélagsins lækkuðu um tíu milljónir og standa nú í tæpum 1.150 milljónum. Skuldahlutfall sveitarfélagsins er komið niður í 108%.

Stærsti einstaki málaflokkurinn var fræðslu- og uppeldismál en í þann málaflokk var varið 244 milljónum, rúmum helmingi útgjalda A-hluta. Alls greiddi sveitarfélagið 420 milljónir í laun.

Í greinargerð með ársreikningi segir að í áætlunum sé gert ráð fyrir að A-hluti samstæðunnar verði í járnum á næstu árum og því þörf á áframhaldandi aðhaldi og festu í rekstri kaupstaðarins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.