Skip to main content

Melarétt frestað

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. sep 2012 13:07Uppfært 08. jan 2016 19:23

lomb.jpg
Búið er að fresta Melarétt í Fljótsdal, sem vera átti á morgun, fram á sunnudag. Smalamenn í Rana hafa lent í vandræðum vegna snjóa og sóst ferðin seint.

Ranamenn eru því ekki væntanlegir til byggða með fé fyrr en á morgun. Smalamenn undir Fellum héldu sinni áætlun þótt þeir hefðu ekki komist jafn innarlega og þeir hefðu viljað.

Réttin hefst klukkan 13:00 en rekið verður úr safnhólfi kl. 11:00