Mennirnir á góðum batavegi

Mennirnir tveir sem misstu meðvitund um borð í Hoffellinu á Fáskrúðsfirði á dögunum eru báðir á góðum bartavegi.  Sá sem lá lengur á gjörgæsludeildinni, er að koma niður á almenna deild á sjúkrahúsinu í dag.

lodnubraedsla_faskrudsfirdi.jpgAð sögn Kjartans Reynissonar útgerðarstjóra hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði eru mennirnir sem misstu meðvitund um borð í Hoffellinu ótrúlega brattir og báðir komnir til fullrar meðvitundar.   Ekkert bendir til þess á þessari stundu að mennirnir bíði varanlegan skaða af slysinu.  Fyrst eftir slysið höfðu menn áhyggjur af að súrefnisleysið mundi valda heilaskaða en ekkert bendir til þess á þessari stundu að svo sé.  Mennirnir voru strax og þeir vöknuðu, með fullri rænu og mundu allt sem gerst hafði, þangað til þeir liðu út af þarna í lestinni.  ,,Samt tekur alltaf einhvern tíma fyrir þá að ná upp fyrri styrk, eftir svona meðvitundarleysi", segir Kjartan.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.