Mesta úrkoma landsins í Neskaupstað
Í dag mælist mesta úrkoman í Neskaupstað yfir allt landið. Kemur þetta heim og saman við úrkomu síðustu daga en starfsfólk á snjóruðningstækjum hefur vart haft undan við að moka götur og er að heilu dagana að halda götum hreinum í Neskaupstað.
Í Neskaupstað hefur úrkoma mælst 16,2 mm í dag og þar á eftir kemur Seyðisfjörður með 7,2 mm. Síðasta klukkutímann hefur úrkoma verið 0,4 mm í Neskaupstað og 0,3 mm á Seyðisfirði.
Veðurstofa Íslands spáir minnkandi norðaustanátt og snjókoma um landið norðan- og austanvert og síðar él. Norðan 5-10 og dálítil él, en hægari í nótt. Hæg breytileg átt á morgun, léttskýjað og frost 2 til 7 stig. Gildir þessi spá næstu tvo daga um Austfirði.
Fólk er hvatt til að fara varlega því hálka getur leynst á götum og gangstéttum.
Bíll á bólakafi. Sendum eiganda bílsins báráttukveðjur. Mynd: BKG