Mestu lætin upp úr miðnætti

Austfirðingar fóru ekki varhluta af þrumu og eldingum sem gengu yfir landið síðasta sólarhring. Samkvæmt samantekt Veðurstofunnar voru lætin eystra mest frá því um miðnætti fram til klukkan þrjú í nótt.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var þetta mesta þrumuveður sem gengið hefur yfir landið síðan beinar mælingar og staðsetningar á eldingum hófust árið 1998.

Alls voru skráðar 1818 eldingar, flestar út af suðausturlandi.

Austfirðingar fóru ekki varhluta af látunum sem, miðað við kort Veðurstofunnar, voru mest milli klukkan 12 og 3 í nótt. Þungi þeirra var á svæðinu milli Hallormsstaðar og Reyðarfjarðar og úti fyrir miðjum Austfjörðum.

Kort: Veðurstofa Íslands


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.