Metumferð um flugvöllinn á Egilsstöðum í dag
Metumferð var um flugvöllinn á Egilsstöðum í dag þegar Flugfélag Íslands flaug tíu ferðir austur. Þar af lentu sjö vélar fyrir eða um hádegisbil.
Ástæðan fyrir ferðunum er vormót Fimleikasambands Íslands sem haldið er á Egilsstöðum um helgina. Ríflega 620 keppendur af landinu öllu mæta til keppni. Þeim fylgja síðan þjálfarar og aðstandendur.