Ómögulegt að hafa samræmd próf á sama tíma og göngur og réttir

hallormsstadarskoli.jpg

Tímasetning samrændra könnunarprófa í fjórðu, sjöundu og tíundu bekkjum grunnskóla þykir óhentug fyrir krakka í sveitum. Á þetta benda bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs og skólanefnd Hallormstaðarskóla.

 

Bæjarstjórnin samþykkti fyrir skemmstu tillögu Stefáns Boga Sveinssonar um að því yrði beint til mennta- og menningarmálaráðuneytisins að endurskoða tímasetningu prófanna, sem eru í september, með tilliti til þess að nemendur í dreifbýli „geti tekið virkan þátt í göngum og réttum.“ 

Vísað er til þess að skólar í dreifbýli hafi oftar en ekki tekið tillit til mikilvægra þátta í menningar- og atvinnulífi í landbúnaðarhéruðum og æskilegt sé að svo geti verið áfram.

Undir þetta tekur skólanefnd Hallormsstaðarskóla. „Tímasetningin er á þeim tíma sem göngur og réttir standa yfir í skólahverfi skólans en mikilvægt er að nemendur hafi tækifæri til virkrar þátttöku í þeim verkefnum.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.