Mikil endurnýjun á lista Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði

Mikil endurnýjun er á lista Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Tveir af núverandi bæjarfulltrúum gefa ekki kost á sér áfram.

Elvar Snær Kristjánsson leiðir listann en tengdamóðir hans, Arnbjörg Sveinsdóttir forseti bæjarstjórnar, var í efsta sætinu fyrir síðustu kosningar. Hún er í fjórða sæti núna.

Flokkurinn fékk þrjá menn kjörna í síðustu kosningum og myndar meirihluta með Framsóknarflokki. Margrét Guðjónsdóttir, formaður bæjarráðs og Svava Lárusdóttir, gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarráði.

Listinn var staðfestur á mánudagskvöld. Í tilkynningu segir að boðinn sé fram listi með dugmiklu og framsæknu fólki með fjölbreytta reynslu sem vilji sinna þjónustu við bæjarbúa af kostgæfni og nýta þau tækifæri sem Seyðisfjörður hafi upp á að bjóða til hagsbóta fyrir íbúa.

Listinn er sem hér segir:

1. Elvar Snær Kristjánsson
2. Oddný Björk Daníelsdóttir
3. Skúli Vignisson
4. Arnbjörg Sveinsdóttir
5. Bergþór Máni Stefánsson
6. Dagný Erla Ómarsdóttir
7. Sveinbjörn Orri Jóhannsson
8. Lilja Finnbogadóttir
9. Ragnar Mar Konráðsson
10. Sigurveig Gísladóttir
11. Íris Dröfn Árnadóttir
12. Svava Lárusdóttir
13. Margrét Guðjónsdóttir
14. Adolf Guðmundsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.