Búið að ráða niðurlögum eldsvoðans að Víðivöllum í Fljótsdal

Eldur kom upp í fjárhúsum að Víðivöllum 1 í Fljótsdal snemma í kvöld og urðu húsin alelda á skömmum tíma. Slökkvistarf hefur gengið vel eftir að brunalið kom á staðinn, hefur það náð tökum á eldinum og glæður einar eftir.

Fyrstu bílar frá Brunavörnum Austurlands komu á staðinn fyrir tæplega klukkustund en mjög mikil hálka er á vegum og snögghvasst var á þessum slóðum frameftir kvöldi. Vindur stóð þó frá öðrum húsum og þau því ekki í neinni hættu vegna eldsins. Nú hefur hægt á vindi, slökkvistarf gengur vel og útlit fyrir að slökkvilið sé að ná tökum á eldinum.

Fjárhús þessi eru ekki notuð undir sauðfé eins og halda mætti heldur hefur húsnæðið verið notað sem trésmíðaverkstæði lengi vel. Innandyra er töluvert af tækjum og tólum til slíkra smíða.

Til upplýsingar þá stendur bærinn því sem næst beint á móti félagsheimilinu Végarði Suðurdalsmegin en þar var í kvöld verið að æfa fyrir komandi þorrablót. Urðu viðstaddir eldsins varir upp úr klukkan 21 í kvöld.

FRÉTT Í VINNSLU

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.