Mikill snjór á Mjóafjarðarheiði - Myndir
Snjómokstursmenn þurftu að moka sig í gegnum allt að fimm metra háa skafla þegar þeir opnuðu veginn í síðustu viku. Þar til hafði leiðin verið meira og minna lokuð frá í október.Fjóra daga tók að opnaheiðina en það tókst á miðvikudag í síðustu viku. Fyrst í stað var aðeins einbreið slóð fyrir jeppa, með útskotum í gegn en síðan hefur leiðin verið breikkuð. Samkvæmt kortum Vegagerðarinnar í dag er leiðin greiðfær og því fær öllum bílum.
Snjórinn er nú á undanhaldi en enn má sjá ummerki á heiðinni eftir óvenju snjóþungan vetur, eins og meðfylgjandi myndir úr ferð Austurfréttar seinni part föstudags bera með sér.