Mikill viðbúnar vegna strands við Langanes

Bátur strandaði utan við Skála á sunnanverðu Langanesi um miðnætti í nótt. Tveir menn voru um borð. Allar björgunarsveitir á norðausturlandi voru kallaðar út og björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson frá Vopnafirði fór á vettvang.

Um var að ræða línubát frá bakkafirði en skipverjunum tveur var bjargað heilu og höldnu um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt.

Magni Hjálmarsson, skiptstjóri á Vopnfirska björgunarskipinu Sveinbirni Sveinsyni, segir björgunaraðgerðir hafa gengið vel. „Þyrlan var komin þarna á svipuðum tíma og við þannig að við gerðum i sjálfu sér ekki mikið annað en að sigla fram og til baka. Við þurftum nátturúlega að vera sem svona plan B ef eitthvað myndi breytast eða svoleiðis.“

Hæglætis veður var á vettvangi, gott skyggni og gekk vel að hífa mennina tvo um um borð í þyrluna. „Mennirnir voru ekki i neinni hættu þannig seð. En þeir auðvitað komust hvergi, hátt bjarg fyrir ofan þá. Báturinn er þarna ennþá, eg held að það eigi eitthvað að skoða það á eftir. En það var ekkert hægt að gera með bátinn i þessum aðstæðum i nótt í kolniðamyrkri,“ segir Magni. 

Björgunarsveitir voru kallaðar út nokkuð víða að. „Það voru komnir menn útá bjögin líka en það er svo langt þarna niður og ómögulegt, þetta var ekki á skemmtilegum stað hvað það varðar. Þetta var dálítið löng sigling fyrir okkur, þrír timar. En það gekk ver að manna björgunarskipið á Raufarhöfn þannig að þeir fóru aldrei af stað. Þeir eru náttúrulega nær en við. Það gekk mjög vel að manna hérna hjá okur, við fórum fjórir.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.