Mikill viðbúnar vegna strands við Langanes
Bátur strandaði utan við Skála á sunnanverðu Langanesi um miðnætti í nótt. Tveir menn voru um borð. Allar björgunarsveitir á norðausturlandi voru kallaðar út og björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson frá Vopnafirði fór á vettvang.
Um var að ræða línubát frá bakkafirði en skipverjunum tveur var bjargað heilu og höldnu um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt.
Magni Hjálmarsson, skiptstjóri á Vopnfirska björgunarskipinu Sveinbirni Sveinsyni, segir björgunaraðgerðir hafa gengið vel. „Þyrlan var komin þarna á svipuðum tíma og við þannig að við gerðum i sjálfu sér ekki mikið annað en að sigla fram og til baka. Við þurftum nátturúlega að vera sem svona plan B ef eitthvað myndi breytast eða svoleiðis.“
Hæglætis veður var á vettvangi, gott skyggni og gekk vel að hífa mennina tvo um um borð í þyrluna. „Mennirnir voru ekki i neinni hættu þannig seð. En þeir auðvitað komust hvergi, hátt bjarg fyrir ofan þá. Báturinn er þarna ennþá, eg held að það eigi eitthvað að skoða það á eftir. En það var ekkert hægt að gera með bátinn i þessum aðstæðum i nótt í kolniðamyrkri,“ segir Magni.
Björgunarsveitir voru kallaðar út nokkuð víða að. „Það voru komnir menn útá bjögin líka en það er svo langt þarna niður og ómögulegt, þetta var ekki á skemmtilegum stað hvað það varðar. Þetta var dálítið löng sigling fyrir okkur, þrír timar. En það gekk ver að manna björgunarskipið á Raufarhöfn þannig að þeir fóru aldrei af stað. Þeir eru náttúrulega nær en við. Það gekk mjög vel að manna hérna hjá okur, við fórum fjórir.“