Mikilvægt að huga að velferð allra í samfélaginu

Félagsþjónustur Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar, lögreglan á Austurlandi og Heilbrigðisstofnun Austurlands hvetja íbúa til að fylgjast með nágrönnum og ættingjum og láta vita ef stuðnings er þörf.

Þetta kemur fram í orðsendingu til íbúa sem stofnanirnar sendu frá sér í dag.

Þar segir að vegna covid-19 faraldursins sé mikilvægt að íbúar Austurlands standi allir saman og hugi að velferð allra í samfélaginu.

Stofnanirnar þekki vel til sinna skjólstæðinga og reyni að sinna öllum vel í því ástandi sem nú á við.

Til að fyrirbyggja að einhver sem er einangraður og/eða þarfnast þjónustu fari framhjá stofnunum er biðlað til almennings um að fylgjast nágrönnum og ættingjum og láta vita ef grunur leikur á að einhver þurfi á stuðningi að halda.

Hafa má samband við Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs í síma 470-0700 eða Félagsþjónustu Fjarðabyggðar í síma 470-9000.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.