Millilandaumferð eykst um Egilsstaðaflugvöll

Fjórar millilandaflugvélar hafa haft viðkomu á Egilsstaðaflugvelli það sem af er degi.  Þrjár þotur frá Iceland Express og ein frá Flugleiðum. 

flugvel_egflugvelli3.jpgÞessi aukna flugumferð stafar að sjálfsögðu af flugbanninu á suðvesturhorninu vegna gossins í Eyjafjallajökli en bæði Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur hafa verið lokaðir í dag vegna þess og Akureyrarflugvöllur um tíma í morgun einnig. 

Að sögn Stefáns Ólafssonar starfsmanns á Egilsstaðaflugvelli fór vél með 145 farþega til Pólands í morgun en sú vél hafði komið með um 140 farþega frá Berlín í nótt sem ekið var til Reykjavíkur, önnur kom frá London í dag með 70 farþegaa, sú þriðja kom nú undir kvöld frá Varsjá í Pólandi með 160 farþega.  Ein þota frá Flugleiðum kom þangað frá Aureyri til geymslu og bíður nú á Egilsstaðaflugvelli um óákveðinn tíma.

Nú í kvöld fer ein af þessum vélum frá Iceland Epress með vænan hóp af eldri borgurum til Alicante á Spáni.

Þrjár þotur voru í einu staddar á Egilstaðaflugvelli upp úr klukkan 20 í kvöld, sem hlítur að teljast met hvað svo stórar flugvélar varðar.

,,Hér gerast hlutirnir með skömmum fyrirvara, það fer eftir veðri og vindum hvað koma margar vélar hér til lendingar, eins og þar stendur", sagði Stefán.

Aðspurður sagði Stefán aðeins heimamenn vera að störfum á Egilsstaðaflugvelli eins og stæði, þeir önnuðu þessu alveg og ekki hefði verið kallað til auka vinnuafl annarsstaðar að eins og til dæmis var gert á Akureyri í gær. flugvel_egflugvelli2_thrif.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar