Minna Austfirðinga á að gleyma sér ekki í gleðinni

Aðgerðastjórn almannavarnarnefndar Austurlands minnir íbúa í fjórðungnum að halda áfram árvekni sinni í baráttunni við Covid-19 þótt talsvert hafi verið slakað á ráðstöfunum samkomubanns.

„Örlítið hefur slaknað á ráðstöfunum sóttvarnalæknis síðustu daga og vikur. Okkur er nú frjálst að fara í sund og jafnvel leikfimi auk þess sem ferðamenn kunna að sjást á vappi hér um fjórðunginn. Um breytingu er að ræða sem við í sameiningu höfum unnið fyrir,“ segir í tilkynningu aðgerðastjórnarinnar í dag.

„Svo halda megi í þann árangur þurfum við að gæta að því að gleyma okkur ekki í gleðinni heldur horfa nú inn á við og sýna ábyrgð hvert og eitt. Það er mikilvægt sem aldrei fyrr að við höldum í þær persónulegu sóttvarnir sem enn eru við lýði, svo sem tveggja metra regluna, handþvott og spritt. Höldum keik inn í sumarið en gerum það með varkárni þess sem veit hvað hann hefur og er ákveðinn í að glutra því ekki niður.

Ekki hefur greinst smit á Austurlandi frá 9. apríl og því er enginn í einangrun. Samkvæmt upplýsingum á Covid.is eru 15 einstaklingar í sóttkví á svæðinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.