Minni áhrif eystra í mars

Minni fækkun varð á fjölda gistinátta á Austurlandi í mars heldur en í öðrum landshlutum. Merkja má samt veruleg áhrif Covid-19 faraldursins í hagtölum ferðaþjónustu á svæðinu.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar yfir gistinætur í mars fækkaði þeim um 29% milli ára í marsmánuði, voru 3500 nú en voru 4929. Fækkunin er samt mun minni en í öðrum landshlutum þar sem hún er um, eða jafnvel yfir, 50%.

Þetta högg virðist koma á sama tíma og ferðamennska á Austurlandi hefur verið í uppsveiflu. Þrátt fyrir samdráttinn fjölgar gistinóttum á svæðinu á tímabilinu yfir 12 mánaða tímabilið apríl 2019 til mars 2020 um 14%, samanborið við sama tíma áður.

Þessarar þróunar gætir líka í fjölda herbergja sem fjölgaði um 26,2% á milli ára á Austurlandi í mars. Yfir landið er þessi fjölgun 3,3%. Herbergjanýting á Austurlandi minnkaði um 10,9% sem aftur en minna en öðrum landshlutum. Á sunnanverðu landinu minnkaði hún um 40% en 20% annars staðar.

Í skammtímavísum um ferðaþjónustu, sem Hagstofan gaf út nýverið, kemur fram að umferð um hringveginn á Austurlandi hafi minnkað um 33%. Það er svipað hlutfall og yfir landið. Þó minnkar umferðin á 12 mánaða tímabili frá apríl-mars um 4%, sem er meira en víðast annars staðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.