Minningarstund í Egilsstaðakirkju á morgun vegna flugslyssins

Minningarstund vegna flugslyssins við Sauðahnjúka í gær verður haldin í Egilsstaðakirkju á morgun. Samráðshópur um áfallahjálp á Austurlandi hefur verið virkaður. Rannsókn á tildrögum slyssins er í gangi.

Þrír einstaklingar, flugmaður og tveir farþegar, létust þegar Cessna 172 flugvél brotlenti við Sauðahnjúka, milli Hornbrynju og Hraungarða á heiðinni sem skilur að Skriðdal og Fljótsdal í gær.

Neyðarboð bárust frá vélinni klukkan fimm. Hún fannst klukkan sjö í gærkvöldi. Við komu þyrlu Landhelgisgæslunnar á vettvang var fólkið úrskurðað látið.

Fulltrúar frá Rannsóknanefnd samgönguslysa komu austur í nótt og voru á vettvangi framundir morgunn. Engar fréttir er enn að fá af rannsókninni en næstu skref verða metin síðar í dag. Meðal þess sem þarf að leysa er hvernig flaki vélarinnar verður komið til byggða.

Boðað hefur verið til minningarstundar vegna slyssins í Egilsstaðakirkju á morgun þriðjudag klukkan 18:00. Kveikt verður á kertum í minningu þeirra sem létust. Prestar kirkjunnar ásamt fulltrúum úr viðbragðshópi RKÍ á Austurlandi vegna sálræns stuðnings.

Samráðshópur almannavarna um áfallahjálp er til taks:

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA)
Hægt er að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja á heilsugæslu HSA og fá samtal við hjúkrunarfræðing í síma 470-3000 á dagvinnutíma. Sjá upplýsingar um opnunartíma á www.hsa.is og á facebooksíðunni Heilbrigðisstofnun Austurlands https://www.facebook.com/www.hsa.is

Kirkjan
Prestar eru til viðtals í síma fyrir hjálp eða sálgæslu eins og óskað er eftir:
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Fáskrúðsfirði 8971170, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigríður Rún Tryggvadóttir, 6984958 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Arnaldur Arnold Bárðarson, Breiðdalsvík 7668344, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Ingibjörg Jóhannsdóttir, djákni, 7601033, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Félagsþjónustan í Múlaþingi, sími 4700700
Félagsþjónustan í Fjarðarbyggð, sími 4709015 fyrir ráðgjöf og upplýsingar

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn og þar er einnig hægt að ná sambandi við ráðgjafa í gegnum netspjall.
https://www.raudikrossinn.is/verkefni/innanlandsverkefni/heilbrigdi-og-velferd/hjalparsiminn-1717-og-netspjallid/


 
 

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar