Minnir á bann við lausagöngu hunda í Fjarðabyggð
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar minnir á að bann er við lausagöngu hunda innan þéttbýlismarka sveitarfélagsins sem og á fólkvöngum og friðlöndum.
Fjallað er um málið á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir að Fjarðabyggð bjóði upp á mikið úrval útvistarsvæða innan sem utan þéttbýlis. Um þessar mundir eru margir á ferðinni á þessum svæðum.
„Hundaeigendur eru hvattir til þess að virða lausagöngubann innan þéttbýlismarka sveitarfélagsins sem og í fólkvöngum og friðlöndum,“ segir á vefsíðunni.
„Á þeim svæðum sem lausagöngubann gildir er skylt að hafa hund í bandi, á þetta m.a. við um göngustíga ofan byggðar, fólkvang Neskaupstaðar og Hólmanes.“