Mótmæla uppsögnum sjúkraliða í Sundabúð

vopnafjordur.jpg

Austurlandsdeild Sjúkraliðafélags Íslands mótmælir harðlega boðuðum uppsögnum sjúkraliða á hjúkrunarheimilinu Sundabúð Vopnafirði og þeim breytingum á rekstrarfyrirkomulagi  hjúkrunarheimilisins  sem Heilbrigðisstofnun Austurlands boðar.

 

Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin sendi frá sér. Þar er skorað á Heilbrigðisstofnun Austurlands, Velferðarráðuneytið og sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps að koma málunum í lag sem allra fyrst „svo að íbúar á hjúkrunardeild Sundabúðar þurfi ekki enn einu sinni að búa við þau ótryggu búsetuskilyrði sem af þessu hlýst. 

Að leggja niður hjúkrunardeildina í Sundabúð,  bjóða einungis upp á heimahjúkrun í byggðarlaginu og flytja aðra burt, er algerlega óásættanlegt. Stjórn Austurlandsdeildar telur að með þessu sé verið að færa þjónustunstigið mörg ár aftur í tímann.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.