Munurinn tvö atkvæði en ekki eitt

Skoðun á kjörseðlum í Fjarðabyggð leiddi ekki í ljós breytingar á niðurstöðum kosninganna á laugardag. Munurinn jókst lítillega.

Á laugardagskvöld var niðurstaðan sú að einu atkvæði munaði að þriðji bæjarfulltrú Sjálfstæðisflokks færi inn á kostnað þess fjórða hjá Fjarðalistanum.

Farið var fram á endurtalningu og fór hún fram í gær með þeim hætti að umboðsmönnum allra framboðanna gafst kostur á að skoða og elja kjörseðlana.

Í tilkynningu yfirkjörstjórnar segir að allt hafi reynst rétt talið. Athugasemd var gerð við eitt atkvæði greidd Sjálfstæðisflokki þar sem á seðlinum voru merkingar settar af ásettu ráði til að gera seðilinn auðkennilegan.

Atkvæðið var úrskurðað ógilt, atkvæðum Sjálfstæðisflokks fækkaði um eitt og þar með munar tveimur atkvæði að þriðji maðurinn komist inn í bæjarstjórnina.

Þessi úrslit gera það einnig að verkum að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem verið hefur verið völd í sveitarfélaginu frá árinu 2010, féll.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.