Nafnið Múlaþing samþykkt samhljóða
Nafnið Múlaþing var í gær, 14. október, formlega staðfest sem nafn á sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.Þetta kemur fram á vefsíðu Fljótdalshéraðs. Þar segir að nafnið var samþykkt samhljóða í annarri umræðu á sveitarstjórnarfundi sem fram fór í Valaskjálf og var streymt beint út á netinu.
Eins og kunnugt er af fréttum var Múlaþing það nafn sem hlaut flest atkvæði í skoðanakönnum sem gerð var samhliða forsetakosningunum í sumar. Í könnuninni sögðu 45,7% þáttakenda að þeim líkaði nafnið vel eða mjög vel,