Nauðsynlegt að fjölga lögreglumönnum

logreglufelag_austurlands.jpg
Lögreglufélag Austurlands skorar á stjórnvöld að læra af reynslu Norðmanna og hefja þegar í stað aðgerðir til að tryggja öryggi borgaranna. Það hafi verið skert með fækkun lögreglumanna.

Þetta kemur fram í áskorun sem samþykkt var á aðalfundi samtakanna á Seyðisfirði í gærkvöldi.

Þar er skorað á „á stjórnvöld að bregðast ekki þeirri frumskyldu sinni að vernda og þjóna þegnum landsins.“

Þau verði að „lærdóm af niðurstöðum norsku nefndarinnar sem skilað hefur niðurstöðum sínum vegna hryðjuverkanna í Noregi á síðasta ári.“

Í norsku skýrslunni var meðal annars gagnrýnt samskiptaleysi lögreglunnar, mistök og að hún hefði verið hikandi. Lögreglan þar hafi alls ekki verið tilbúin að takast á við árás eins og hryðjuverk Anders Breiviks. 

„Nauðsynlegt er að byrja nú þegar að fjölga lögreglumönnum á Íslandi og efla viðbúnað. Fækkun lögreglumanna hefur stórlega skert öryggi þeirra og um leið öryggi þegna landsins.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar