Nauðungarsölur á Reyðarfirði

Nauðungaruppboð voru auglýst í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag á 64 íbúðum, í stóru blokkunum fjórum við Melgerði á Reyðarfirði.

melgerdisblokk_aa.jpgBlokkirnar voru byggðar á árunum 2003 til 2007, þær eru fjórar talsins með alls 104 íbúðum. 26 íbúðir eru í þremur blokkanna en 24 íbúðir í einni þeirra. Í blokkinni að Melgerði 13, eru 24 íbúðir, þar seldust flestar íbúðirnar á sínum tíma, aðallega til heldri borgara, en félagsaðstaða eldri borgara er þar á neðstu hæðinni í plassi tveggja íbúða miðað við hinar blokkirnar þrjár.

Nú er aglýst að uppboð munu byrja, fimmtudaginn 18. febrúar næstkomandi. Það þíðir á mannamáli að þetta sé annað skref af þremuð í nauðaungarsöluferlinu,  lokasala er lokaskrefið, sem verður innan mánaðar hér frá.  Íbúðirnar sem nú eru auglýstar skiptast niður á 5 þinglýsta eigendur, einn eigandi er að íbúðunum í hverri blokk, auk þess sem tvær íbúðir sín í hvorri blokk eru skráðar á sér eiganda, FFF21 ehf.

Íbúðirna sem nú voru auglýstar skiptast þannig niður á blokkirnar í Melgerði 7 eru auglýstar 18 íbúðir flestar þinglýst eign FFM7 ehf.  Í Melgerði 9 eru auglýstar 25 íbúðir flestar þinglýst eign FFM9 ehf.  Í Melgerði 11 eru auglýstar 16 íbúðir, allar þinglýst eign FFM11 ehf.  Í Melgerði 13 eru auglýstar 5 íbúðir, allar þinglýst eign FFM13 ehf.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.